Fjórir efnilegir semja við Þór

Leikmennirnir fjórir ásamt Lárusi Jónssyni þjálfara Þórs. Mynd/Páll Jóhannesson.
Leikmennirnir fjórir ásamt Lárusi Jónssyni þjálfara Þórs. Mynd/Páll Jóhannesson.

Körfuboltamennirnir Baldur Örn Jóhannesson, Kolbeinn Fannar Gíslason, Júlíus Orri Ágústsson og Ragnar Ágústsson skrifað undir áframhaldandi samninga við Þór til næstu tveggja ára. Þeir Júlíus Orri, Baldur Örn og Kolbeinn Fannar koma upp úr yngri flokka starfi félagsins en Ragnar Ágústsson kom til Þórs frá Tindastóli. 

Á vef Þórs segir að leikmennirnir þyki með efnilegustu leikmönnum landsins en allir eru þeir fæddir árið 2001. Þór tryggði sér sæti í Dominos-deild karla sl. tímabil.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að þessir ungu og efnilegu leikmenn ætli að spila fyrir fyrir okkur næstu tvö árin. Allir áttu þeir hlut í að koma liðinu upp úr fyrstu deild og svo er það undir þeim komið hvernig þeir nýta sumarið hversu stórt þeirra hlutverk verður í Dominos deildinni næsta vetur,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs á heimasíðu félagsins.


Athugasemdir

Nýjast