Einn stærsti fótboltaleikur í sögu Akureyrar framundan

Stúlkurnar í Þór/KA eiga verðugt verkefni fyrir höndum þegar stórlið Wolfsburg mætir á Þórsvöll í Me…
Stúlkurnar í Þór/KA eiga verðugt verkefni fyrir höndum þegar stórlið Wolfsburg mætir á Þórsvöll í Meistaradeild Evrópu. Mynd/Þórir Tryggvason.

Einn stærsti leikur í akureyrskri knattspyrnusögu fer fram á Þórsvelli á miðvikudaginn kemur, þann 12. september. Þá tekur Þór/KA á móti stórliði Wolfsburg frá Þýskalandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Liðin mætast svo öðru sinni í Þýskalandi tveimur vikum síðar eða 26. september.

Wolfsburg er eitt allra besta kvennalið heims. Liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari sem og bikarmeistari og lék einnig til úrslita í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í framlengingu gegn Lyon. Vikudagur sló á þráðinn til Nóa Björnssonar, einn af forsprökkum Þórs/KA, og spurði hann út í verkefnið framundan.

„Þetta er stórt og skemmtilegt að takast á við og frá­ bært fyrir okkar lið að fá tækifæri til að kljást við marga af bestu leikmönnum heims. Ég held að óhætt sé að segja að þetta sé einn stærsti fótboltaleikur sem farið hefur fram á Akureyri fyrr og síðar. Til að setja þetta í samhengi mætti líkja þessu við ef karlaliðin fengju Barcelona í heimsókn," segir Nói en leikurinn hefst kl. 16:30.

Nánar er rætt við Nóa og hitað upp fyrir stórleikinn í prentúgáfu Vikudags. 


Athugasemdir

Nýjast