26. apríl, 2010 - 14:56
Fréttir
Aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar hefur sent yfirlýsingu til bæjaryfirvalda, þar sem stjórnin fagnar yfirlýsingu formanns
íþróttaráðs þess efnis að skipt verði um gólfefni í íþróttasal KA-heimilisins og að það eigi að koma
til framkvæmda strax á næsta ári. Gólf KA-heimilisins er löngu orðið úr sér gengið og því afar ánægjulegt
að sú ákvörðun liggi fyrir að skipt verði um gólfefni.