11.desember - 18.desember - Tbl 50
Virðist sem skorti pólitískan vilja
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Mörg mikilvæg mál voru til umræðu á fundinum m.a. samgöngumál. Ákveðið var að hvetja Vegagerðina og stjórnvöld til að styðja við áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll auk þess styðja betur við Loftbrúna sem skiptir íbúa á landsbyggðinni verulega miklu máli. Fjölga þarf ferðum sem menn geta nýtt sér á þessum sérstöku kjörum.
Ályktun -Um samgöngumál
„Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar skorar á Vegagerðina að tryggja áætlunarflug til Húsavíkur með sambærilegum hætti og er í dag til smærri áfangastaða á Íslandi.
Það var mikið áfall fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum og alla þá sem ferðast þurfa um flugvöllinn þegar áætlunarflugi til Húsavíkur var hætt 1. apríl sl.
Samgöngur sem þessar eru ekki síst mikilvægar fyrir alla þá sem þurfa að ferðast milli landshluta vegna veikinda, vinnu eða annarra brýnna hluta. Því miður virðist sem það skorti pólitískan vilja til að halda uppi áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem er verulega miður.
Framsýn treystir því að nýr innviðaráðherra taki á málinu og komi að því að bæta úr þessu neyðarástandi. Þá óttast Framsýn að sjúkraflug um Húsavíkurflugvöll sé í mikilli hættu, verði dregið úr þjónustu við völlinn.
Í ljósi þess hvað flugsamgöngur eru mikilvægar landsmönnum telur Framsýn jafnframt brýnt að afsláttarferðum í gegnum Loftbrúna verði fjölgað, ekki síst þegar horft er til þess að láglaunafólk sem þarf að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið hefur ekki efni á því að fljúga innanlands vegna kostnaðar. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að búsetuskilyrði í landinu verði jöfnuð