Vinnuhópur á vegum Akureyrar- bæjar skoðar erlent samstarf

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var fjallað um Northern Forum samtökin sem Akureyrarbær á aðild að. Engin árgjöld voru greidd fyrir árin 2009 og 2010 samkvæmt sérstakri undanþágu sem samtökin veittu. Fjallað var um áframhaldandi aðild að samtökunum. Einnig kynnt greinargerð frá nóvember 2007 um vinabæjasamstarf og önnur erlend samskipti, unnin af starfshópi sem bæjarráð skipaði.  

Bæjarráð samþykkti að sækja um undanþágu frá greiðslu á árgjaldi samtakanna Northern Forum fyrir árið 2011. Jafnframt skipaði bæjarráð þau Höllu Björk Reynisdóttur, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Ólaf Jónsson og Andreu Hjálmsdóttur í vinnuhóp til að skoða erlent samstarf.

Nýjast