Vínbúðin á Norðurtorg?

Mun verða opnuð vínbúð á Norðurtorgi?
Mun verða opnuð vínbúð á Norðurtorgi?

  Ákveðið hefur verið að ganga til viðræðana við forsvarsmenn Norðurtorgs um hugsanlegt útibú fyrir vínbúð á Akureyri þar. Samkvæmt skriflegu svari frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Vínbúðarinnar skiluðu tveir aðilar inn tilboðum í plass fyrir vínbúð á Akureyri þ.e Glerártorg  og  Norðurtorg.

Það var fyrir 3 mánuðum sem auglyst var eftir plássi fyrir vínbúð eisns og sagt var frá í Vikublaðið á þeim tíma. Ríkiskaup óskuðu þá eftir 600 til 800 fermetra húsnæði fyrir Vínbúð á Akureyri. Meðal þeirra krafna sem gerðar voru var að  húsnæðið ætti að vera á skilgreindu miðsvæði eða verslunar- og þjónustusvæði. Einnig að það lagi  vel við almenningssamgöngum og gerð var krafa um gott aðgengi umferðar af öllu tagi.

Ekki er ljóst hvort verslun Vínbúðarinnar við Hólabraut muni loka náist samningar um pláss á Norðurtorgi.


Athugasemdir

Nýjast