Vill tafarlausar viðræður!

Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess í sérstakri ályktun að fá tafarlausar viðræður við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins. Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. 

 Í ályktuninni sem Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir segir m.a. "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu.

Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttaðar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans."

Nýjast