Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu. 

Meðal efnis:

*Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir mikið undir fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að fá þokkalegt ferðasumar í ár og er ágætlega bjartsýn. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir í samtali við blaðið eiga von á því að eitthvað verði um skemmtiferðaskip í sumar.

*Trausti Jör­und­arsson er formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar en Trausti stundaði sjómennsku frá árinu 2008 áður en hann tók við formannsstarfinu fyrir um tveimur árum. Sjómannafélag Eyjafjarðar er stærsta einstaka sjómannafélagið innan Sjómannasambands Íslands með á þriðja hundrað félagsmenn. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Trausta sem er Norðlendingur vikunnar.

*Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin en tilkynnt var um það rétt í þessu. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.Húsvíkingar geta þó gengið stoltir frá borði enda hefur Óskarsævintýrið verið ómetanleg kynning fyrir ferðamannabæinn Húsavík.

*Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið.

*Dagrún Matthíasdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart en rætt er við hana í blaðinu.

*Karl Hreiðarsson heldur um Áskorandapennan og skrifar áhugaverðan pistil.

*Tíu verkefni ungra tónskálda voru valin til þátttöku í Upptaktinum á Akureyri á dögunum. Afraksturinn má heyra á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. maí næstkomandi þar sem atvinnuhljóðfæraleikarar leika verkin undir stjórn tónlistarkonunnar Gretu Salóme. Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu og styrkt af SSNE. Vikublaðið ræddi stuttlega við krakkana sem urðu fyrir valinu.

*Sr. Svavar Alfreð Jónsson skrifar bakþanka vikunnar.

*Völsungar stefna á bikarævintýri í fótboltanum en rætt er við þjálfara liðsins um fótboltasumarið.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjast