28. apríl, 2010 - 13:13
Fréttir
Kosningaskrifstofa VG að Brekkugötu 7a var opnuð í blíðskaparveðri á sumardaginn fyrsta. Fríður hópur fólks lagði leið
sína í Brekkukot, eins og skrifstofan er kölluð og gæddi sér á bakkelsi og grilluðum pylsum. Björn Þorláksson, sem sama dag, var
útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar las upp úr Heimkomunni við mikla lukku viðstaddra.
Andrea Hjálmsdóttir oddviti listans blés gestum baráttuanda í brjóst með sumarávarpi sínu. Lifandi tónlist gladdi
síðan eyru gesta. Skrifstofan er opin frá klukkan 13-18. Flokkurinn minnir líka á baráttukaffi 1. maí klukkan 15 í Brekkukoti. Allir
velkomnir í kaffi og bakkelsi, segir í fréttatilkynningu.