Vetrarfærð, hálka, snjóþekja, skafrenningur eða ófærð

Á Norðvesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði, Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi milli Hofsós og Siglufjarðar. Hálkublettir á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Um Norðausturland er víða vetrarfærð, hálka, snjóþekja, og skafrenningur. Ófært er á Vopnafjarðarheiði, Sandvíkurheiði, Brekknaheiði og beðið með mokstur vegna veðurs. Ófært er á Hólasandi og Hellisheiði.

Á Austurlandi er ekkert ferðaveður í Jökuldal og á Möðrudalsöræfum. Ófært er á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra og Mjóafjarðarheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og á Oddsskarði. Þungfært er á Breiðdalsheiði og ófært og óveður á Öxi. Á Suðausturlandi er óveður í Suðursveit og austur á Djúpavog. Lögreglan á Höfn ræður fólki frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. Vegir eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Klettshálsi og í Ísafjarðardjúpi. Hálka á Dynjandisheiði og Gemlufallsheiði. Snjóþekja er á Þröskuldum og á Steingrímasfjarðarheiði. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Nýjast