Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri 10 ára í dag

Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri er 10 ára í dag en hún var opnou þann 2. nóvember árið 2000. Á þessum 10 árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á verslunarmiðstöðinni og húsnæðið m.a. verið stækkað til muna. Þar eru nú um 30 rekstraraðilar og fer þeim fjölgandi. Nokkrir verslunareigendur hafa verið með starfsemi á Glerártorgi.  

Í tilefni þessara tímamóta hefur verið í gangi afmælishappdrætti og ljósmyndasamkeppni að undanförnu. Um næstu helgi verður mikið um að vera á Glerártorgi, afmælistilboð í verslunum og auk þess ýmsar skemmtilegar uppákomur í verslunarmiðstöðinni. Nú er einnig hægt að kaupa eldsneyti við Glerártorg en á dögunum opnaði Atlantsolía sjálfsafgreiðslustöð syðst á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar. Félagið rekur nú tvær sjálfsafgreiðslustöðvar í bænum en hin er staðsett við Baldursnes, í næsta nágrenni við Byko.

Nýjast