Vel heppnuð Atvinnu- og nýsköpunarhelgi í HA

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin í Háskólanum á Akureyri, sem staðið hefur yfir frá því á föstudag lauk formlega nú undir kvöld. Þá voru þau verkefni sem þátttakendur hafa unnið með yfir helgina, kynnt fyrir sex manna dómnefnd, sem valdi bestu verkefnin. Besta verkefnið var valið Arctic ocean world, eða Heimur norðurhafa. Verkefnið gengur m.a. út á að koma upp glæsilegum sjávardýragarði á Akureyri.  

Að verkefninu stóðu Hreiðar Þór Valtýsson, Erla Jóhannesdóttir, Jóhann Einar Jónsson, Sóley Lilja Brynjarsdóttir og Ólafur St. Arnarsson og fengu þau í sigurlaun 400.000.-. Allir þeir sem stóðu að Atvinnu- og nýsköpunarhelginni, sem og þeir fjölmörgu þátttakendur, voru sammála um að einstaklega vel hafi tekist til. Nánar verður fjallað um verkefnið í Vikudegi, sem kemur í þessari viku á miðvikudag, þar sem páskarnir eru framundan.

Nýjast