Að verkefninu stóðu Hreiðar Þór Valtýsson, Erla Jóhannesdóttir, Jóhann Einar Jónsson, Sóley Lilja Brynjarsdóttir og Ólafur St. Arnarsson og fengu þau í sigurlaun 400.000.-. Allir þeir sem stóðu að Atvinnu- og nýsköpunarhelginni, sem og þeir fjölmörgu þátttakendur, voru sammála um að einstaklega vel hafi tekist til. Nánar verður fjallað um verkefnið í Vikudegi, sem kemur í þessari viku á miðvikudag, þar sem páskarnir eru framundan.