Guðmundur segir að rekstur Bautans hafi verið farsæll og gengið vel frá upphafi, þótt vissulega hafi komið erfiðar tímar. Bautinn státar þó af því að vera með elstu kennitölu landisns í veitingarekstri. "Við höfum margoft haldið því á lofti og það hefur enginn véfengt það," segir Guðmundur.
Í tilefni tímamótanna er öllum bæjarbúum boðið í kaffi og tertu á Bautanum í dag. Á morgun verður svo haldið afmælishóf á Oddvitanum en þangað hefur öllu starfsfólki verið boðið, öllum nemunum 50 sem lært hafa á Bautanum frá upphafi og helstu samstarfsaðilum og viðskiptafélögum.