Varað við mikilli svifryksmengun á Akureyri

Börn og þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferð…
Börn og þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna. Mynd/Akureyri.is

Á vef Akureyrarbæjar er varað við mikilli svifryksmengun og búast megi við að hún fari yfir heilsuverndarmörk. Veðurspár fyrir næstu daga er þannig að götur eru þurrar og mikill vindur sem valdi mikilli mengun. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna. Þá segir á vef bæjarins að svifryksmengun megi m.a. rekja til jarðvegsfoks af hálendinu.

Eins og Vikudagur fjallaði um í síðustu viku hefur svifryksmengun ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk á Akureyri þar sem af er aprílmánaðar.


Nýjast