„Þetta var bara meiriháttar gaman,” segir Geir Guðmundsson leikmaður Akureyrar, en hann hélt út til Þýskalands um miðjan desember þar sem hann æfði með meisturum Kiel í fimm daga.
Kiel er eitt allra besta handboltafélagslið heims en með liðinu leika kappar á borð við Daniel Narcisse, Jarome Fernandez og Thierry Omeyer, sem allir eru einnig hluti af hinu ógnarsterka franska landsliði. Þá leikur Aron Pálmarsson einnig með liðinu en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason. Geir segir það eðlilega hafa verið mikla upplifun að æfa með þessum snillingum.
„Það var frekar óraunverulegt að vera að æfa með þessum mönnum en þeir voru allir mjög fínir og spjölluðu mikið við mig,” segir Geir.
Nánar er rætt við Geir í Vikudegi í dag.