Anna María Alfreðsdóttir úr íþróttafélaginu Akur gerði sér lítið fyrir og vann bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi sem fram fór í Danmörku nýverið. Anna María keppti einnig í liðakeppni sem komst í undanúrslit. Glæsilegur árangur hjá akureyrsku íþróttakonunni.