Valgerður Sverrisdóttir, Björn Ingólfsson og Jakob Þórðarson voru kosin í stjórn og skipta þau þannig með sér verkum
að Valgerður er formaður, Björn ritari og Jakob gjaldkeri. Í varastjórn voru kjörin Margrét Jóhannsdóttir, Ingibjörg
Siglaugsdóttir og Erhard Joensen. Sem skoðunarmenn voru kjörin þau Anna Axelsdóttir og Bergvin Jóhannsson.
Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum eldri borgara í Grýtubakkahreppi. Næsti fundur verður haldinn á neðri
hæð Grenivíkurskóla 18. apríl nk. kl. 20:00, segir á vef Grýtubakkahrepps.