Valgerður formaður Félags eldri borgara í Grýtubakkahreppi

Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi var stofnað sl. mánudag. Félagar eru 36 að tölu og var samþykkt að þeir sem ganga í félagið fram að fyrsta aðalfundi teljist stofnfélagar. Félagar geta allir orðið sem orðnir eru 60 ára og makar þeirra.  Fólk sem ekki hefur náð þeim aldri getur gerst félagar með samþykki stjórnar.  

Valgerður Sverrisdóttir, Björn Ingólfsson og Jakob Þórðarson voru kosin í stjórn og skipta þau þannig með sér verkum að Valgerður er formaður, Björn ritari og Jakob gjaldkeri. Í varastjórn voru kjörin Margrét Jóhannsdóttir, Ingibjörg Siglaugsdóttir og Erhard  Joensen. Sem skoðunarmenn voru kjörin þau Anna Axelsdóttir og Bergvin Jóhannsson.
Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum eldri borgara í Grýtubakkahreppi. Næsti fundur verður haldinn á neðri hæð Grenivíkurskóla 18. apríl nk. kl. 20:00, segir á vef Grýtubakkahrepps.

Nýjast