11. september, 2010 - 10:38
Fréttir
Þresking á korni er hafin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og lítur vel út með uppskeru að sögn Ingvars Björnssonar
ráðunautar hjá Búgarði. Hann telur að líklega verði einhver samdráttur í ræktuninni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu
en það muni koma betur í ljós þegar uppskerustörfum lýkur. „Mér sýnist að uppskeran verði í meðallagi góð
en árið verður líklega samt ekki með bestu kornárum og munar þar mestu um sólarleysi í ágúst. Tíðarfarið þessa
dagana er hins vegar einstaklega hagstætt, kornið þroskast vel núna og vel gengur að skera það,“ segir Ingvar.