14. mars, 2011 - 16:50
Fréttir
Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út um hálf níu leitið í morgun vegna þaks sem var að fjúka á bænum
Litla-Garði í Eyjafjarðarsveit. Þakplötur voru farnar að týnast af hlöðu sem nýtt er sem hesthús og tamningaraðstaða á
bænum.
Ábúandi hafði náð að hefta frekara fok áður en að björgunarsveitin kom á staðinn en þá gekk á með miklum
byljum. Það tók björgunarsveitarmenn þrjá tíma að koma þakplötum á sinn stað aftur og tryggja frekara fok.