Að sögn Helgu Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar á Akureyri fer kosningin í Akureyrarkaupstað fram með hefðbundnum hætti og hún hefur fengið til liðs við sig vant fólk í undirkjörstjórnir. Kjörstaður verður sem fyrr í VMA, þar sem verða tíu kjördeildir og tveir kjörklefar í hverri kjördeild. Ein kjördeild verður í Grunnskólanum í Hrísey og önnur félagsheimilinu Múla í Grímsey. Á Akureyri stendur kjörfundur yfir frá kl. 09-22 en frá kl. 10-18 í Hrísey og Grímsey. Talning atkvæða í Norðausturkjördæmi fer fram í KA-heimilinu á Akureyri.