Úrslitakeppnin í blaki hefst í kvöld

Úrslitakeppnin á Íslandsmótinu í blaki karla hefst í kvöld þegar fyrstu leikirnir í undanúrslitum fara fram en keppni í kvennaflokki hefst á morgun. Í KA-heimilinu taka heimamenn á móti liði Þróttar R. og HK og Stjarnan eigast við í Kópavogi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:30. KA hefur titil að verja en þau lið sem fyrr vinna tvo leiki í undanúrslitaleikjunum mætast í úrslitum. Leikið verður aftur á miðvikudagskvöldið en komi til oddaleikja fara þeir fram á föstudaginn.

Nýjast