Úrslitakeppnin í MIKASA-deild kvenna í blaki hefst í kvöld þar sem KA bíður erfitt verkefni en liðið mætir nýkrýndum bikar- og deildarmeisturum Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum. Fyrstib leikurinn fer fram í Neskaupsstað kl. 19:30.
Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við HK og Ýmir. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit.