Unnið að nýrri sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra

Félagsheimilið Ýdalir, Þingeyjarsveitþ
Félagsheimilið Ýdalir, Þingeyjarsveitþ

SSNE vinnur nú að nýrri Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Í tengslum við þá vinnu verða haldnar 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september. Þar gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu landshlutans og val á verkefnum næstu 5 árin.

Árlega úthlutar SSNE um 130 milljónum til verkefna sem öll styðja við gildandi Sóknaráætlun.

Sóknaráætlanir landshlutanna byggja á verklagi nýsköpunar í íslenskri stjórnsýslu þar sem Stjórnarráðið sem heild vinnur með landshlutasamtökum sveitarfélaga að því að færa völd og ábyrgð að hluta til heimamanna. Tilgangurinn er bæði að ná fram betri nýtingu fjármuna og að færa ákvarðanatöku nær þeim sem þekkja best til aðstæðna á hverjum stað.

Svæði sóknaráætlunar Norðurlands eystra nær yfir 22.735 km²; frá Tröllaskaga í vestri, yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur austur til Sandvíkurheiðar á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar. Á svæðinu eru þrettán sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Langanesbyggð. Fjölmennasta sveitarfélagið er Akureyri með tæplega 20.000 íbúa en fámennastur er Svalbarðshreppur með 91 íbúa.

Fyrstu vinnustofurnar verða í Þingeyjarsveit 20. og 21. ágúst:

20. ágúst kl. 17:00-19:00 - Skjólbrekka

20. ágúst kl. 20:00-22:00 - Ýdalir

21. ágúst kl. 17:00-19:00 – Stórutjarnir


Athugasemdir

Nýjast