Unnið að heildarstefnumörkun í sorphirðu- og flokkunarmálum

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar vinnur nú að heildarstefnumörkun í sorphirðu- og flokkunarmálum sveitarfélagsins. Til að fá sem gleggsta mynd af viðhorfi íbúa og þeim aðstæðum sem í sveitarfélaginu ríkja, verður skoðanakönnun um sorphirðumál send inn á hvert heimili sveitarfélagsins. Skoðanakönnunin verður einnig tiltæk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.  

Í skoðanakönnuninni er hvert heimili beðið um að svara einföldum spurningum sem tengjast sorphirðu- og flokkunarmálum. Svo sem: þyrftir þú tunnu undir lífrænan úrgang, o.s.frv.  Niðurstöður könnunarinnar verða síðan nýttar við ákvarðanatöku á fyrirkomulagi sorphirðu.

Nýjast