Fyrir liggur í lýsingu á verkefni þessu að til stendur að gera stíflu, allt að þriggja metra háa innan hins verndaða
svæðis. Á þeim tímum sem áin er lítil mun vatnsmiðlun taka nánast allt tiltækt vatn úr ánni og hún því
alveg horfin í gilinu verulegan hluta ársins.
Fyrir liggur stefnumörkun um að Glerárdalur verði útivistar og fólkvangur til framtíðar. Vinna við það verkefni er hafin.
Verndarsvæði skv. aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 og náttúruminjar skv. skrá Náttúruverndar ríkisins eru: Hólmarnir í
Eyjafjarðará
Glerárgil frá Bandagerðisbrú upp á móts við Hlífá á Glerárdal. Krossanesborgir frá túnum í Ytra-Krossanesi
og út fyrir Lónið.
Petrea Ósk Sigurðardóttir óskaði bókað á fundi umhverfisnefndar, að ef farið verður út í virkjun á þessu
svæði þá verði Fallorku ehf falin sú framkvæmd.