19. mars, 2011 - 17:20
Fréttir
"Umferðin um Vaðlaheiðargöng er líklega sá þáttur sem mest óvissa er um varðandi rekstrargrundvöll ganganna. Umferðin um göngin er
einnig hin hliðin á spurningunni um greiðsluviljann því eftir því sem veggjaldið er hærra því minni verður umferðin. Ef
veggjald er ekkert þá verða engar tekjur, ef veggjald er stjarnfræðilega hátt verða ekki heldur neinar tekjur því þá velur enginn
að aka um göngin."
Þetta kemur fram í annarri grein sem Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar hér á vef Vikudags, undir: Aðsendar greinar. "Við eitthvað
ákveðið gjald sem er hóflegt nást hins vegar mestu tekjurnar. Litlar upplýsingar eru til að byggja á til að finna hversu hátt þetta
gjald er," ennfremur. Einnig fer Jón Þorvaldur yfir umfjöllun FÍB um Vaðlaheiðargöng og hefur ýmislegt við hana að athuga.