30. apríl, 2010 - 14:31
Fréttir
Hængsmótið, opið íþróttamót fatlaðra, var sett 28. sinn í Íþróttahöllinni á Akureyri í morgun. Alls
eru um 240 keppendur skráðir til leiks og er meðal annars keppt í boccia fyrir hreyfihamlaða, þroskahefta og í opnum flokki, einnig í borðtennis
og lyftingum.
Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur fyrir mótinu sem fyrr. Veglegt lokahóf með keppendum verður haldið annað kvöld í
Íþróttahöllinni.