Er það meðal annars vegna útgjalda fyrir heilbrigðisþjónustu, breytingar á niðurgreiðslum á lyfjum og tannlæknakostnaði barna. Einnig hefur orðið aukning á aðstoð til foreldra með börn á framfæri. Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og ítrekar mikilvægi þess að umboðsmaður skuldara komi að ráðningu fjárhagsráðgjafa á Akureyri fyrir Norðlendinga. Þá var framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar falið að senda erindi til Sambands íslenskra sveitarfélga til könnunar á áhrifum niðurskurðar ríkisins á velferðarþjónustu sveitarfélaga.