Ástæðan fyrir komu Færeyinganna er verkefni sem Tónlistarskólinn á Akureyri er að vinna í samstarfi við Tónlistarskóla Færeyja en í maí næstkomandi þá fara Stórsveit og Grunnsveit Tónlistarskólans á Akureyri í heimsókn til Færeyja til að spila á færeyskri tónlistarhátíð. Þar mun Stórsveitin spila í Norræna húsinu í Þórshöfn með færeyskri jazz-sveit og Grunnsveitin spilar svo með sambærilegri færeyskri sveit. Það eru allir velkomnir á tónleikana í Hofi á laugardaginn. Þeir fara fram í Hamraborg og hefjast kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis.