Tveir Akureyringar náðu kjöri á stjórnlagaþing

Þrír fulltrúar af landsbyggðinni náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum á laugardag en úrslit voru kynnt fyrr í dag. Allir landsbyggðarfulltrúarnir eru frá Norðurlandi, tveir frá Akureyri, Dögg Harðardóttir og Erlingur Sigurðarson og Ari Teitsson úr Þingeyjarsveit. Alls 14 fulltrúar eru frá Reykjavík, þrír úr Kópavogi og jafn margir úr Garðabæ, einn frá Hafnarfirði og einn af Álftanesi.  

Ekki kom til þess, að beita þyrfti lagaákvæðum til að jafna kynjahlutfall kjörinna fulltrúa, karlarnir eru 15 og konurnar 10. Þorvaldur Gylfason, prófessor, fékk flest atkvæði í kosningunum á laugardag, 7.192 talsins. Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, komu næst þar á eftir. Eftirtaldir aðilar náðu kjöri á stjórnlagaþingið:

  1. Andrés Magnússon, Kópavogi
  2. Ari Teitsson, Þingeyjarsveit
  3. Arnfríður Guðmundsdóttir, Kópavogi
  4. Ástrós Gunnlaugsdóttir, Garðabæ
  5. Dögg Harðardóttir, Akureyri
  6. Eiríkur Bergmann, Reykjavík
  7. Erlingur Sigurðarson, Akureyri
  8. Freyja Haraldsdóttir, Garðabæ
  9. Gísli Tryggvason, Kópavogi
  10. Guðmundur Gunnarsson, Reykjavík
  11. Illugi Jökulsson, Reykjavík
  12. Inga Lind Karlsdóttir, Garðabæ
  13. Katrín Fjelsted, Reykjavík
  14. Katrín Oddsdóttir, Reykjavík
  15. Lýður Árnason, Hafnarfirði
  16. Ómar Ragnarsson, Reykjavík
  17. Pawel Bartoszek, Reykjavík
  18. Pétur Gunnlaugson, Reykjavík
  19. Salvör Nordal, Reykjavík
  20. Silja Bára Ómarsdóttir, Reykjavík
  21. Vilhjálmur Þorsteinsson, Reykjavík
  22. Þorkell Helgason, Álftanesi
  23. Þorvaldur Gylfason, Reykjavík
  24. Þórhildur Þorleifsdóttir, Reykjavík
  25. Örn Bárður Jónsson, Reykjavík

Nýjast