Tvær frá SA í landsliðið í listhlaupi

Skautasamband Íslands hefur valið þær Urði Ylfu Arnarsdóttur í flokki Novice A og Hrafnhildi Ósk Birgisdóttur í flokki 12 ára og yngri A í íslenska landsliðið í listhlaupi á skautum. Báðar æfa þær með Skautafélagi Akureyrar.

 

Urður Ylfa mun keppa fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn dagana 28.-30. janúar 2011 á móti sem kallast Isblomsten. Hrafnhildur Ósk keppir síðan á Coupe de Printemps mótinu í Luxemburg dagana 1.-3. apríl 2011. Þá keppa einnig tíu listhlaupastúlkur frá SA keppa á Stokkholm Trophy í Svíþjóð í mars á næsta ári.    

Nýjast