07. mars, 2011 - 15:16
Fréttir
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að ganga til samninga við Trésmiðjuna Öl ehf. um smíði
innréttinga í stúkuna á Akureyrarvelli en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Alls bárust þrjú tilboð
í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 9,7 milljónir króna.
Trésmiðjan Ölur ehf. bauð rúmar 10 milljónir króna, eða 102,8% af kostnaðaráætlun, Tak innréttingar ehf. buðu rúmar
10,8 milljónir króna, eða 111,1% og Hyrna ehf. bauð rúmar 11,4 milljónir króna, eða 117,6%.