Tillagan var kynnt á fundi með íbúum við Hólabraut og Laxagötu nýlega og komu ýmsar ábendingar frá þeim, sem tekið var tillit til, samkvæmt upplýsingum Péturs Bolla Jóhannessonar skipulagsstjóra. Hann segir að íbúafundurinn hafi verið málefnalegur en að almennt séð sé óánægja meðal íbúa með núverandi staðsetningu ÁTVR við Hólabraut.
Samþykki bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna, tekur skipulagsferlið um þrjá mánuði. Í framhaldi af því væri hægt að gefa út byggingarleyfið. Ef deiliskipulagsbreytingin færi í kæruferli gætu málin flækst og frestað framkvæmdum, að sögn Péturs Bolla.
Eins og fram hefur komið felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála úr gildi ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa um að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Hólabraut 16 á Akureyri. Það voru íbúar við Laxagötu sem sendu kæru til úrskurðarnefndar. Framkvæmdir við viðbygginguna áttu að vera hafnar í kjölfar útboðs.