Tilboðsferðir á bikarúrslitaleikinn í handbolta

Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, verður stærsti einstaki handboltaleikur ársins þegar Akureyri Handboltafélag og Valur leika til úrslita um Eimskipsbikarinn. Að vanda er leikið í Laugardalshöllinni og því hafa Flugfélag Íslands og Sérleyfisbílar Akureyrar ákveðið að bjóða upp á tilboðsferðir suður fyrir stuðningsmenn liðsins hér norðan heiða. 

Flugfélag Íslands býður upp á sértilboð á flugi fram og til baka á leikdag og Sérleyfisbílar Akureyrar bjóða upp á sætaferðir á einstaklega hagstæðum kjörum.

Aðgöngumiðar á sjálfan leikinn verða seldir á midi.is og hefst sala þeirra á næstu dögum. Tilboðin má sjá hér að neðan.

Flugfélag Íslands með tilboð á flugi á bikarúrslitaleikinn
Flugfélag Íslands auglýsir sérstakt tilboð á flugi fyrir þá stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags sem vilja fara á bikarúrslitaleik Akureyrar Handboltafélags og Vals.Tilboðið er eingöngu bókanlegt núna um helgina eða frá kl. 08:00 föstudaginn 18. febrúar og til kl. 18:00 sunnudaginn 20. febrúar.
Verð aðeins 16.170 kr. með sköttum báðar leiðir.
Takmarkaður sætafjöldi á þessu frábæra verði.

Ferðatilhögun:
Frá Akureyri 26. febrúar kl. 09:55 eða 13:40.
Frá Reykjavík 26. febrúar kl. 19:00.

Þessi fargjöld eru einungis bókanleg í síma 460 7000 hjá Flugfélagi Íslands Akureyri.

Athugið að þetta tilboð verður ekkert auglýst frekar.
Stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags hafa því forskot, en eftir að opnað verður fyrir sölu, eru sætin opin í almennri sölu.
Mæting í flug eigi síðar en 30 mín fyrir brottför.

Sætaferðir á úrslitaleik Eimskipsbikarsins 26. febrúar
Sérleyfisbílar Akureyrar bjóða upp á sætaferðir á leikinn.

Farið verður frá Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 8:00 á laugardaginn 26. febrúar og heim aftur fljótlega að leik loknum. Sætaverð er 4.000 krónur.

Nýjast