Fjöldaárekstur varð í Blönduhlíðinni í Skagafirði nú síðdegis og tafðist umferð nokkuð af þeim sökum en ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.
Fiskidagurinn mikli gekk stórslysalaust fyrir sig en hátt í tíu þúsund manns komu til bæjarins af því tilefni. Þó komu upp nokkur tilvik hjá lögreglu. Maður um tvítugt var stunginnn með hnífi í nótt en áverkinn var ekki mikill. Annar maður á svipuðum aldri var handtekinn vegna málsins. Þá fundust nokkur fíkniefni bæði í nótt og fyrrinótt og var gerð húsleit í kjölfarið og fannst bði kannabis og hass. Almennt var talsverð ölvun á Dalvík í nótt og var folk að skemmta sér fram undir morgun.