Sundfélagið Óðinn vann til þriggja gullverðlauna á Gullmóti KR sem haldið var í Laugardalslauginni um liðna helgi. Halldóra Sigríður Halldórsdóttir sigraði í 50 m flugsundi í opnum flokki, Birkir Leó Brynjarsson sigraði í 100 m skriðsundi í flokki 13-14 ára en hann vann einnig silfur í 50 m flugsundi og 200 m skriðsundi.
Þá vann Bryndís Bolladóttir gullverðlaun í 50 flugsundi í flokki 12 ára og yngri, ásamt því að vinna silfurverðlaun í 100 m skriðsundi, 200 m fjórsundi og 200 m baksundi og bronsverðlaun í 100 m bringusundi og 400 m skriðsundi.
Fleiri keppendur Óðins gerði fína hluti. Í opnum flokki vann Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir silfur í 50 og 100 m baksundi og brons í 200 m baksundi. Karen Konráðsdóttir vann silfur í 200 m bringusundi og Oddur Viðar Malmquist vann brons í 1.500 m skriðsundi.
Í flokki 13-14 ára vann Nanna Björk Barkardóttir silfur í 100 og 200 m bringusundi, 50 flugsundi og 200 m fjórsundi og brons í 200 m flugsundi. Þá vann Rakel Baldvinsdóttir silfur í 200 m baksundi, Júlía Rún Rósbergsdóttir brons í 200 m skriðsundi og Kári Ármannsson brons í 200 m bringusundi.
Í flokki 12 ára og yngri vann Kristján Benedikt Sveinsson silfur í 50 m flugsundi og 100 bringusundi og bronsverðlaun í 200 m bringusundi og 100 m skriðsundi. Í flokki 10 ára og yngri vann svo Alexandra Tómasdóttir silfurverðlaun í 50 m baksundi. Þá voru einnig fimm Akureyrarmet slegin á mótinu, auk þess sem fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun unnust í boðsundi.