31. desember, 2010 - 12:44
Fréttir
Kveikt verður í þremur brennum í Akureyarkaupstað seinni partinn í dag og kvöld. Að venju verður brenna og flugeldasýning við
Réttarhvamm. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Þá verður kveikt í brennum í Hrísey og
Grímsey. Hríseyingar kveikja í brennu síðdegis í dag en í Grímsey safnast eyjaskeggjar saman við brennu og eiga þar saman notalega stund
áður en áramótaskaupið hefst.