Þorsteinn Ingason fyrirliði karlaliðs Þórs og Rakel Hönnudóttir fyrirliði Þórs/KA, skrifuðu bæði í gær undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
Bæði höfðu þau þegar gefið út að þau ætluðu að leika með liðinu næsta sumar en litlu mátti muna að Rakel gengi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Jitex BK í haust.