Helgi Pétur átti þá skot að marki Þórs sem Björn Hákon Sveinsson varði en Helgi náði frákastinu og skallaði boltann í netið. Óskabyrjun hjá Þrótti sem voru mun líflegri í upphafi leiks. Þórsarar hresstust þegar líða fór á leikinn en áttu í vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Staðan í hálfleik 1:0 fyrir gestina.
Þegar níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu Þórsarar dæmda vítaspyrnu. Aleksandar Linta fór á vítapunktinn og skoraði örugglega og jafnaði metin í 1:1. Heimamenn voru nálægt því að bæta við öðru marki skömmu síðar er Nenad Zivanovic skaut hátt yfir úr ágæti færi inn í teig. Þegar hálftími var liðinn af leiknum misstu Þróttarar mann útaf er Erlingur Jack Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Skömmu síðar var Jóhann Helgi Hannesson var nálægt því að skora annað mark Þórs í leiknum er hann skallaði boltann í slána eftir hornspyrnu.
Á 67. mínútu varð vendipunktur í leiknum þegar Þróttur missti sinn annan leikmann af velli er markaskorarinn Helgi Pétur Magnússon braut illa á Sveini Elíasi Jónssyni og fékk beint rautt spjald fyrir vikið. Gestirnir því einungis níu á vellinum gegn ellefu heimamönnum. Þórsarar nýttu sér liðsmuninn og sóttu hart að marki gestanna. Á 77. mínútu tókst heimamönnum að nýta sér liðsmuninn til fulls og varamaðurinn Kristján Steinn Magnússon skoraði af stuttu færi fyrir opnum marki og staðan orðinn 2:1 fyrir Þór.
Þrátt fyrir einstefnu það sem eftir lifði leiks tókst heimamönnum ekki að bæta við marki og lokatölur því 2:1 sigur Þórs, sem eru komnir með 11 stig í deildinni.