Þór skoraði átta mörk í stórsigri gegn Selfyssingum

Þórsarar áttu ekki í vandræðum með Selfyssinga í Lengjubikar karla í knattspyrnu og unnu 8:0 er liðin áttust við í Boganum í dag í riðli 1 í A-deild.

Atli Sigurjónsson og Sveinn Elías Jónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór og þeir Ármann Pétur Ævarsson, David Disztl og Ottó Hólm Reynisson sitt markið hver. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Auðuns Helgasonar.

Þór hefur þrjú stig í fjórða sæti riðilsins en Selfoss er án stiga á botninum eftir tvær umferðir.

Nýjast