Þór og KA töpuðu bæði í Lengjubikarnum í dag

Þór og KA töpuðu bæði sínum leikjum í dag í fyrstu umferð riðils 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu en leikið var í Akraneshöllinni. 

Þór tapaði 0:1 gegn ÍA, þar sem fyrrum fyrirliði KA, Arnar Már Guðjónsson, skoraði eina mark leiksins eftir tuttugu mínútna leik.Þá lá KA 1:3 gegn Gróttu. Viggó Kristjánsson skoraði tvennu fyrir Gróttu og Steindór Oddur Ellertsson eitt mark. Mark KA skoraði Andrés Vilhjálmsson.

Um næsta helgi mætast KA og ÍA og Þór og Selfoss.

Nýjast