Þór og KA töpuðu bæði sínum leikjum í dag í fyrstu umferð riðils 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu en leikið var í Akraneshöllinni.
Þór tapaði 0:1 gegn ÍA, þar sem fyrrum fyrirliði KA, Arnar Már Guðjónsson, skoraði eina mark leiksins eftir tuttugu mínútna leik.Þá lá KA 1:3 gegn Gróttu. Viggó Kristjánsson skoraði tvennu fyrir Gróttu og Steindór Oddur Ellertsson eitt mark. Mark KA skoraði Andrés Vilhjálmsson.
Um næsta helgi mætast KA og ÍA og Þór og Selfoss.