Það verða Þór og KA sem leika til úrslita á Soccerademótinu í knattspyrnu karla. Það var ljóst í gær eftir 9:0 stórsigur Þórs gegn KA2 í Boganum.
Atli Sigurjónsson skoraði þrennu fyrir Þór og þeir Jóhann Helgi Hannesson og Kristján Steinn Magnússon tvö mörk hvor. Þá gerðu þeir Sveinn Elías Jónsson og David nokkur Disztl eitt mark hvor, en Disztl er til reynslu hjá Þór.
Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 13. febrúar.