Keppni í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu hefst á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Í riðlinum leika bæði KA og Þór ásamt Breiðabliki, Gróttu, Selfossi, KR, ÍA og Keflavík.
Þór mætir ÍA í fyrstu umferð kl. 14:00 en KA mætir Gróttu kl. 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Akraneshöllinni.
Lengjubikar kvenna hefst svo þann 12. mars en þar mætast Þór/KA og Breiðablik í fyrstu umferð.