Þór og Ármann mætast í Höllinni í kvöld

Þór fær Ármann í heimsókn í kvöld í 1. deild karla í körfubolta og hefst leikurinn kl. 19:15 í Íþróttahöllinni. Þór er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Ármann situr á botni deildarinnar með fjögur stig. Eftir tapið gegn Skallagrími í síðustu umferð þurfa norðanmenn nauðsynlega á tveimur stigum að halda í baráttunni um umspilssæti.

„Þetta er leikur sem við eigum og verðum að vinna. Eftir vonbrigðin í síðasta leik erum við fullir tilhlökkunnar að fara inn á völlinn í kvöld,” segir Konrad Tota þjálfari Þórs. Nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.

 

 

Nýjast