Þór lagði Blika að velli í fyrsta leik í undanúrslitum
11. mars, 2011 - 22:25 Fréttir
Þór lagði Breiðablik að velli í kvöld með níu stiga mun, 81:72, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
úrslitakeppninnar í 1. deild karla í körfubolta en leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar með hefur
Þór tekið 1:0 forystu í einvígi liðanna en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit. Í hinni viðureigninni
í undanúrslitum vann Valur góðan útisigur á Skallagrími, 96:91.
Konrad Tota var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 21 stig en Þorsteinn Gunnlaugsson var atkvæðamestur hjá
Breiðabliksmönnum með 19 stig.
Liðin mætast að nýju á sunnudaginn kemur í Smáranum í Kópavogi kl. 19:15.
Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Í hádeginu í gær fór fram vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Þrátt fyrir áskoranir í rekstri varð þó mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.
Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Upp er runninn síðasti kennsludagur þessarar vorannar 2025. Í mörg horn hefur verið að líta síðustu daga fyrir bæði kennara og nemendur enda þarf að ljúka við hin ýmsu verkefni og einnig eru próf í mörgum námsáföngum. Fram undan eru námsmatsdagar og punkturinn verður síðan settur yfir i-ið með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 24. maí.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00