Þór lagði Blika að velli í fyrsta leik í undanúrslitum

Þór lagði Breiðablik að velli í kvöld með níu stiga mun, 81:72, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í 1. deild karla í körfubolta en leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar með hefur Þór tekið 1:0 forystu í einvígi liðanna en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit. Í hinni viðureigninni í undanúrslitum vann Valur góðan útisigur á Skallagrími, 96:91.

 

Konrad Tota var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 21 stig en Þorsteinn Gunnlaugsson var atkvæðamestur hjá Breiðabliksmönnum með 19 stig.

 

Liðin mætast að nýju á sunnudaginn kemur í Smáranum í Kópavogi kl. 19:15.

Nýjast