Þórsarar lögðu Keflavík að velli, 4:3, í Boganum í dag í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu fyrir Keflavík en fyrir Þór skoruðu þeir Jóhann Helgi Hannesson, David Disztl, Þorsteinn Ingason og Sigurður Marinó Kristjansson.
KA steinlá hins vegar gegn Breiðabliki fyrr í dag í Boganum, 0:3, þar sem þeir Guðmundur Kristjánsson, Rafn Andri Haraldsson og Haukur Baldvinsson skoruðu fyrir Blika.
Þór er komið í annað sæti riðils 1 með sex stig eftir fjóra leik en KA er án stiga á botninum eftir þrjá leiki. Breiðablik og Keflavík eru í fimmta og sjötta sæti, Blikar með sex stig eftir fjóra leiki en Keflavík fjögur stig eftir þrjá leiki.