Þök farin að leka í hlákunni

Þessa stundina er asahláka á Akureyri og rigning og eru dæmi um að þök séu farin að leka víða í  bænum. Af þeim sökum hafa orðið skemmdir innandyra. Mikill snjór er á þökum í bænum eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Víða hanga grýlukerti í þakskeggjum húsa og eða að snjóhengjur slúti fram af þökum.  

Slíkt getur skapað mikla hættu, nú þegar farið er að hlýna á ný og er full ástæða til að biðja fólk að vera á varðbergi gagnvart slíku.

Nýjast