Þjóðræknisfélag Íslendinga styrkir mæðrastyrksnefndir

Þjóðræknisfélag Íslendinga afhenti í vikunni framlög sem safnast hafa frá hinum ýmsu félagsdeildum Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi til Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, á Vesturlandi og Akureyri. Jón Hlöðver Áskelsson fulltrúi félagsins á Norðurlandi, heimsótti Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í Íþróttahöllina í gær og afhenti þar gjafabréf.  

,,Með þessu viljum við, sem eigum ættir að rekja til Íslands, lýsa samstöðu okkar og samhug við þær þrengingar sem nú eru hjá mörgum íslenskum fjölskyldum," segir Gail Einarson-McCleery, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

Nýjast