Fjöldi ökumanna og farþega var ferjaður í Reykjaskóla þar sem fólk gisti í nótt. Vonskuveður er á heiðinni og töluverðan tíma mun taka að losa þar fasta bíla til að hægt sé að ryðja veginn. Þegar þetta er skrifað hefur björgunarsveitin Húnar verið kölluð aftur út til að ferja bílstjóra upp á heiðina svo þeir geti ekið bílum sínum niður þegar mokað hefur verið frá þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.