Ástæða þess að velja þessa tilteknu veitu umfram aðrar í kerfi Norðurorku er ekki síst sökum þess hversu
víðfeðm hún er, eða löng öllu heldur, en heildarlengd stofnlagnar frá Reykjum í Fnjóskadal niður á Grenivík er tæpir
60 km. Þetta þýðir að hitastigið efst í henni, við borholur að Reykjum er um 90 °C, en niðri á Grenivík í kringum 60°C.
Þessi breyting er gerð til að ná sem mestum jöfnuði milli notenda, segir á vef Grýtubakkahrepps.
Er við það miðað að breytingin skili veitunni svipuðum tekjum og verið hefur og mun verða fylgst markvisst með þróuninni enda gerir tæknin
það kleift og eftir atvikum verða lagðar til frekari breytingar á gjaldskránni til hækkunar eða lækkunar sýnist það nauðsynlegt.
Jafnframt er ljóst að þetta hefur nokkur áhrif á viðskiptavinina þar sem jöfnuðurinn næst með því að reikningar
þeirra ýmist lækka eða hækka eftir því hvert hitastig vatnsins er sem þeir eru að fá.